140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:05]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við göngum til atkvæða um tillögur sjálfstæðismanna. Þær eru margar um margt ágætar. Það er samt áherslumunur milli Framsóknarflokks og sjálfstæðismanna þó að mér sýnist margar af tillögunum miða í sömu átt.

Við munum sitja hjá við flestar af þeim atkvæðagreiðslum sem koma hér til atkvæða en greiða atkvæði með einhverjum þeirra.