140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:08]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Því miður höfum við horft upp á það og það hefur komið eins skýrt fram á síðustu vikum og getur orðið að hæstv. ríkisstjórn hefur ekki nýtt tímann til þess að koma með heildstæða stefnumótun í heilbrigðismálum. Þvert á móti hafa síðustu dagar farið í það að menn hlaupa út og suður til að bjarga hlutum til og frá. Menn eru enn að vinna út frá því að hæstv. ríkisstjórn lofaði öllu fögru fyrir síðustu alþingiskosningar og sveik, lofaði heilbrigðisstarfsmönnum og sveitarstjórnarmönnum því að þeir þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur, ekki yrði hróflað við neinu. Niðurstaðan er sú að hér hefur verið stjórnlaus niðurskurður. Það færi vel á því að hæstv. ríkisstjórn stæði nú við stóru orðin og samþykkti tillögur okkar sjálfstæðismanna og færi síðan í þá vinnu sem fyrir löngu átti að fara í og öllum (Forseti hringir.) nema hæstv. ríkisstjórn er ljóst að þarf að fara í.