140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:13]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Þetta er fyrsta tillaga okkar sjálfstæðismanna sem miðar að því að heilbrigðisstofnanir vítt um land njóti þess og fái í rauninni að leggja sig fram um að endurgera íslenska heilbrigðisþjónustu á þeim grunni sem markaður var í fjárlögum ársins 2011. Hér gefst stjórnarþingmönnum tækifæri til að standa við stóru orðin í þeim efnum að gefa þeim byggðum sem veikastar standa færi á því að laga sig að þeim breytingum sem ríkisstjórnarmeirihlutinn ætlar að gera. Víða um land liggja fyrir staðfestar yfirlýsingar og skrifleg loforð um það að opinberum störfum á þessum svæðum verði hlíft. Að því gefnu að stjórnarmeirihlutinn samþykki þetta þá eru það griðrof og það er ill framkoma og ég trúi því ekki upp á stjórnarliða að þeir gangi þannig fram.