140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:17]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þetta er sú heilbrigðisstofnun sem hefur þurft að mæta hvað mestum niðurskurði. Haldnir hafa verið margir borgarafundir þar sem þingmenn meiri hlutans hafa haft uppi stór orð og gefið mikil loforð. Í engu er staðið við þau loforð. Ég harma það sérstaklega og vil benda á viljayfirlýsingu sem ríkisstjórnin gerði við sveitarstjórn Norðurþings um að staðinn yrði vörður um heilbrigðisþjónustuna á svæðinu. Það er verið að svíkja það samkomulag.