140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:19]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er í rauninni óþolandi hvernig heilbrigðiskerfið er skilið eftir í lausu lofti. Það er ekki græjað og hnýtt upp eins og vera ber. Þannig á að gera við alvöru netkerfi. Velferðarráðherra hefur gengið í alvarlegar skurðaðgerðir í slopp sínum í heilbrigðiskerfinu en gallinn er sá að hann skilur skurðina eftir opna. Það gengur ekki í alvarlegum skurðaðgerðum að ganga frá verki á þann hátt. Gott dæmi er Sjúkrahús Vestmannaeyja sem stefnir í að verði lokað — við þær aðstæður sem þar eru í stærstu verstöð Íslands. Þar þarf að vera grunnþjónusta. Ef hæstv. ráðherra vill spyrja um það ætti hann að setja sig inn í það til fulls. Þar vantar 40 millj. til að ná saman bæði halla og kostnaði sem er fyrirsjáanlegur (Forseti hringir.) til að sjúkrahúsið verði starfrækt á eðlilegan hátt. Ég segi já.