140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:23]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Það hryggir mig að sjá hvernig ríkisstjórnarflokkarnir ætla að greiða atkvæði um þá tillögu okkar sjálfstæðismanna að draga til baka niðurskurðarkröfu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Við vitum öll hvernig gengið hefur verið fram í heilbrigðiskerfinu almennt og ekki síst gagnvart þessari stofnun. Hætt er að skera niður, það er skorið af. Þrátt fyrir að dregnar hafi verið til baka 22 milljónir við 2. umr. er það ekki nóg. Ég hvet hv. þingheim til að sjá að sér og greiða atkvæði með tillögu okkar sjálfstæðismanna. Þarna er um að ræða mikilvæga þjónustu fyrir íbúa þessa svæðis og það er aukið álag á stofnuninni vegna alvarlegs ástands, m.a. í atvinnumálum. Þingheimur ætti að sjá að sér (Forseti hringir.) og greiða þessum tillögum atkvæði sitt.