140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:24]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er auðvelt að tala um að auka fjármuni til heilbrigðismála. Þeir peningar eru því miður ekki til. Þeim var meðal annars eytt á báli ofþenslunnar í agalausum fjárlögum ár eftir ár upp úr 2000 þegar fjármunir til heilbrigðismála fóru tugi milljarða fram úr fjárlögum. (Gripið fram í.) Við erum að súpa seyðið af því.

Hæstv. forseti. Við erum að laga samfélagið að þeim efnum sem við ráðum við. Þessar aðgerðir til heilbrigðisstofnana hafa verið mildaðar sem nemur mörg hundruð milljörðum, 794,5 millj. kr. Það er dágott miðað við aðstæður og kemur til móts við þarfir víða um land. Auðvitað mætti gera betur en peningarnir eru ekki til. Stærsta velferðarmálið nú um stundir er að ná niður vaxtagjöldum.