140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:25]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Hér koma liðirnir sem skaffa það fjármagn sem hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson segir að séu ekki til. Það er í fyrsta lagi sparnaður upp á 6 milljónir í fjármálaráðuneytinu. Í öðru lagi sparnaður upp á 150 milljónir hjá tollstjóra þar sem veita á fé til að aðlaga tollkerfið að Evrópusambandsaðild. Í þriðja lagi hjá Bankasýslu ríkisins upp á 70 milljónir. Í fjórða lagi eru ófyrirséð útgjöld lækkuð úr 3 milljörðum niður í 2,3 milljarða. Hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson: Hér er fjármagnið sem við ætluðum að nota til að fjármagna heilsugæslurnar sem þú greiddir atkvæði á móti.

(Forseti (ÁRJ): Forseti minnir á að hér ræða menn saman í 3. persónu.)