140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:33]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um breytingartillögu hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar. Fyrr í atkvæðagreiðslunni var felld tillaga sem átti að fjármagna útgjaldahlið þessara tillagna og það væri mjög óábyrgt að samþykkja frekari útgjöld í ljósi stöðu ríkissjóðs. Ég mun því sitja hjá við þær tillögur en greiða þeim tillögum sem leiða til niðurskurðar atkvæði mitt.