140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég hvet þingmenn til að greiða atkvæði með þessari tillögu. Sé þingmönnum alvara í að styrkja Alþingi á kostnað framkvæmdarvaldsins er tækifæri til þess núna að færa fjármagn vegna þeirra 23 aðstoðarmanna sem voru færðir undir ráðuneytin fyrr í haust í fjáraukalögum til Alþingis svo hægt sé að styrkja Alþingi faglega. Ég segi já.