140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:37]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Með lögum skal land byggja. Lögreglan hefur það eftirlitshlutverk sem felst í því að fylgjast með að einstaklingar og lögaðilar fari eftir lögum sem Alþingi setur. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki staðið vörð um lögregluna, það höfum við framsóknarmenn hins vegar gert og þess vegna styðjum við og leggjum fram tillögu um að efla lögregluna um 500 milljónir á næsta ári. Ég skora á þingmenn að standa með okkur í þessu.