140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:51]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ef einhver hópur umfram annan fór illa í hruninu var það ungt barnafólk. Við höfum lagt fram tillögu um 10% aukningu í barnabætur til að koma til móts við það fólk sem hvað verst stendur. Ég vil líka vekja athygli á því að við erum með tillögu til að sækja tekjur til að mæta þessum útgjöldum. Það er til dæmis verið að bæta um 500 milljónum í Fjármálaeftirlitið. Það er eitthvað sem hefði verið hægt að bíða með og setja í málaflokk eins og þennan í staðinn.