140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:53]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þarna leggjum við framsóknarmenn til að breytingartillaga meiri hlutans um að Fjármálaeftirlitið fái um 500 milljónir — ég endurtek 500 milljónir — í aukaframlag falli brott, sem gerir þetta að tæplega 2 milljarða stofnun. Þetta er að verða ein voldugasta stofnunin á meðan bankakerfið hefur dregist saman um innan við 10% af því sem var. Ég var fylgjandi því og taldi nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og það þurfti að gera. En sú vinstri stjórn sem núna hefur verið við völd of lengi því miður hefur farið með okkur úr einum öfgunum í aðra. Hér þarf að fara hina skynsamlegu miðjuleið. Þess vegna leggjum við til að við sækjum þessar 500 milljónir á meðan gerð verður úttekt á rekstrargrundvelli Fjármálaeftirlitsins eins og meiri hlutinn hefur sjálfur lagt til.