140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:07]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Mér finnst mikilvægt að minna á það undir þessum lið að við höfum lengi verið aðilar að rammaáætlunum ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun. Það var sjálfstæð ákvörðun á sínum tíma að verða aðilar að þeim áætlunum og þær hafa treyst skipti íslenskra fræðimanna og samskipti fræðimanna, nemenda og kennara við hið evrópska rannsóknar- og menntasamfélag. Hingað til hefur það verið svo, þó að það hafi að sjálfsögðu sveiflast á milli ára, að við höfum fengið meira til baka úr þessum áætlunum en við höfum lagt í þær.

Mér finnst mikilvægt að því sé haldið til haga við þessa atkvæðagreiðslu.