140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:14]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Ég tel mig vera að leiðrétta mistök við fjárlagagerð og gengur tillagan út á það. Þetta er í fullu samræmi við stefnu beggja ríkisstjórnarflokkanna. Þetta er í fullu samræmi við samstarfsyfirlýsingu þeirra þar sem segir að Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið. Hvernig stendur á þessu? (Gripið fram í.) Það hefur verið dregið úr fjárveitingum til Jafnréttisstofu úr tæpum 135 milljónum 2009, þegar hin norræna velferðarstjórn komst á, í 83 milljónir í dag. Hvernig má þetta vera (Gripið fram í.) þvert á stefnuyfirlýsingu flokkanna og þvert á samstarfsyfirlýsingu? (Gripið fram í: … hætta að kalla …) Ég er hættur að skilja.