140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:16]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Enn hugaði ég að stefnumörkun ríkisstjórnarflokkanna og samstarfsyfirlýsingunni. Það er tekið fram í samstarfsyfirlýsingunni að versnandi efnahagsástandi fylgi aukið heimilisofbeldi og aukið kynbundið ofbeldi og því er heitið í samstarfsyfirlýsingunni að beita aðhaldsaðgerðum í þeim efnum og styrkja stofnanir sem sinna þolendum slíks ofbeldis. Það vekur mér enn undrun að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna skuli ekki styðja þessar eðlilegu og sjálfsögðu jafnréttistillögur, sérstaklega flokkurinn sem hefur á landsfundi lýst því yfir að hann sé femínískur.