140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:23]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Framlag ríkisins til FME hefur aukist jafnt og þétt frá hruni og enn á að auka framlög ríkisins til eftirlitsins. Þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012 hefur verið samþykkt hafa framlög ríkisins frá hruni nánast tvöfaldast. Á sama tíma hefur hin svokallaða norræna velferðarstjórn beint niðurskurðarhnífnum af mikilli hörku á grunnvelferðarþjónustuna og bætur almannatrygginga. Bæturnar duga ekki lengur til framfærslu. Nú er komið nóg og orðið tímabært að eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitið verði neydd til að hagræða í rekstri eins og aðrar stofnanir ríkisins, sérstaklega velferðarstofnanir.