140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:27]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Að sögn yfirmanns Landgræðslu ríkisins verður árið 2012 versta og erfiðasta fjárhagsár Landgræðslunnar eftir hrun, gríðarlegar verðhækkanir á öllum sviðum. Ég vil segja að Bændur græða landið er eitt merkasta og árangursríkasta landgræðslustarf sem unnið er á landinu í samvinnu Landgræðslu og vörslumanna landsins, þ.e. bænda. Verið er að græða upp blásið og örfoka land, land í tötrum. Við greiðum landinu okkar skuld okkar að einhverju leyti með þessu framlagi. Ég hvet þingmenn í öllum flokkum til að styðja þessa tillögu. Landið okkar á það skilið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)