140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:43]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að meiri hlutinn hefur ákveðið að bæta við 8 millj. kr. til Kynningarmiðstöðvar listgreina. En ég vildi hins vegar áminna okkur aðeins um það hvernig við ráðstöfum peningum til stuðnings listgreinum.

Fyrr í dag ákváðum við að styrkja 28 einstaklinga um 43,4 millj. kr. en hér setjum við hins vegar 90,7 millj. kr. almennt til að kynna þessar listgreinar. Spurningin er hvort peningarnir kæmu ekki að meira gagni ef við létum það sem rennur til heiðurslauna listamanna fara í Kynningarmiðstöð listgreina, það mundi þá gagnast öllum listamönnum.