140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:53]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég lýsi ánægju með þá tillögu sem liggur fyrir um miklar umbætur í fangelsismálum. Eftir stöðnun í þessum málum um árabil verður nú farið í nýbyggingu á gæsluvarðhaldsmóttöku á kvennafangelsi í Reykjavík um leið og ráðist verður í skilgreindar endurbætur og uppbyggingu við öryggisfangelsið á Litla-Hrauni. Það er jákvæð niðurstaða í þessum mikilsverða málaflokki þar sem safnast hefur upp mikil þörf fyrir endurbætur í fangelsismálum á öllum stigum máls. Það er jákvæð niðurstaða sem markar þáttaskil í fangelsismálum okkar og lýsi ég sérstakri ánægju með að við skulum á þessum tímapunkti ná samstöðu um þetta mál og getum hrint miklum umbótum í framkvæmd.