140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:57]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er löngu tímabært að ríkisvaldið setji hrygg í að byggja upp aðstöðu í fangelsismálum á Íslandi. Hólmsheiði er ekki skynsamlegasti kosturinn. Skynsamlegasti kosturinn var að byggja upp með myndarbrag við Litla-Hraun og það er gott að það leggjast til peningar þar. Að Litla-Hrauni frágengnu hefði verið hyggilegast að byggja upp í Rockville. Þar er aðstaða sem er tilbúin til uppbyggingar. Það er því miður spilamennska í þessari fangelsismálauppbyggingu allri.

Virðulegi forseti. Það er vissulega gott að Litla-Hraun er ekki út undan en Hólmsheiði þjónar Reykjavíkurkerfinu, embættismönnum, en ekki þeim sem eiga að (Forseti hringir.) vistast þar. Það er verið að bjóða ruður í Litla-Hraun. Þess vegna sit ég hjá í þessari atkvæðagreiðslu.