140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:07]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um verulega hækkun framlaga til heilbrigðismála og hafa þau nú verið hækkuð um tæpan milljarð frá upphaflegu frumvarpi. Þar hefur þingið í góðu samstarfi við ráðherra unnið gott starf og því fagna ég mjög.

En um leið og við fögnum þessu þurfum við að huga að því að bæta enn frekar vinnubrögð við áætlanagerð, gera hana stefnufastari til lengri tíma og fylgja henni síðan vel eftir. Á þeirri vegferð erum við.

Ég get ekki, úr því að ég er komin hingað upp, sleppt því að draga fram þann árangur sem náðst hefur í jöfnun lífskjara á landinu og þann ótrúlega árangur að hafa þrátt fyrir aðhald og sparnað náð að bæta kjör lífeyrisþega. Ég get ekki annað en sagt já við auknu fé inn í velferðarkerfið.

(Forseti (ÁRJ): Forseti vill geta þess að enn lætur klukkan ekki að stjórn í borðinu en tímamæling fer fram hér á forsetastóli og forseti mun gefa merki þegar tíminn er liðinn.)