140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:18]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Um leið og ég fagna þeirri hækkun sem er að verða á þessum lið, Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, minni ég engu að síður á að þegar lagt var af stað með þetta mál var gert ráð fyrir mun hærri fjárhæðum í þennan mikilvæga uppbyggingarsjóð. Þrátt fyrir þessa hækkun nú erum við enn að vinna í því að styrkja tekjustofninn undir þennan lið þannig að við getum byggt upp myndarlegan sjóð til lengri tíma litið.

Það voru vonbrigði að þingið skyldi ekki geta afgreitt það frumvarp sem upphaflega var lagt fyrir á síðasta þingi, en það er von mín að við getum lagt fram frumvarp að nýju á næsta ári til að tryggja tekjustofna þannig að þessi mikilvægi sjóður geti stækkað og dafnað. Það er 18% aukning í komu ferðamanna á þessu ári þannig að það er svo sannarlega þörf á því að bæta aðgengi á okkar mikilvægustu náttúruperlum til lengri framtíðar.