140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það gleður mig sannarlega að heyra hv. þm. Sigurð Inga Jóhannsson kvarta yfir því að ekki sé nægt fé veitt til grænna verkefna í landinu og ég hlakka til samstarfs við hann í framtíðinni um að auka veg hinnar grænu fylkingar, bæði í atvinnulífinu og stjórnmálunum. Hér er sannarlega grænt atvinnumál á ferðinni (Gripið fram í: Græn orka.) í tengslum við þjóðgarð sem stofnaður var fyrir nokkrum árum og á mikla framtíð fyrir sér í héraði sem hefur orðið fyrir verulegum áföllum að undanförnu. Ég fagna því að þessi tillaga skuli vera flutt, samþykki hana að sjálfsögðu og segi já. [Hlátur í þingsal.]