140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að bæta miklu við það sem hv. þm. Björn Valur Gíslason sagði. Fjárlaganefnd er öll sammála um þessa breytingu og ég fagna henni sérstaklega. Við höfum samþykkt þingsályktunartillögu á þingi um að breyta einmitt og bæta fjárlagagerðina en því miður hefur ekki margt annað skeð. Ég hef óskað eftir utandagskrárumræðu við hæstv. fjármálaráðherra um aga í ríkisfjármálum. Hún átti að fara fram á eftir en verður frestað til kl. 16 á morgun. Þessi atkvæðagreiðsla hefur dregist svolítið á langinn, en ég fagna því að við skulum stíga eitt hænuskref í áttina að betri fjármálagerð og fjármálastjórn ríkisins.