140. löggjafarþing — 34. fundur,  8. des. 2011.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

371. mál
[15:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að virða beiðni mína um andsvar. Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra, sem veit ýmislegt um Evrópusambandið, hvort þessir byggðastyrkir geti líka verið á formi þjónustu. — Nú veit ég ekki hvort hæstv. ráðherra hlýðir á mál mitt. Ég var að spyrja að því hvort þessir styrkir ættu eingöngu við um vöruflutninga en ekki um farþegaflutninga þegar um er að ræða svæði sem vilja byggja upp ferðaþjónustu, t.d. á Vestfjörðum, þangað sem mjög langt er að keyra og kostnaður við að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli, sem við öll hér inni vitum nokkurn veginn hvar er staðsettur, er dálítið langt frá Vestfjörðum, hvort þetta gæti líka átt við ferðaþjónustu og flutning á þjónustu yfirleitt.