140. löggjafarþing — 34. fundur,  8. des. 2011.

þjóðskrá og almannaskráning.

363. mál
[18:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það verður einhver hv. þingmaður að gæta hagsmuna smælingjanna í þessu máli. Hér er verið að stórhækka álögur fyrir upplýsingar úr þjóðskrá með þeim rökum að þau hafi ekki verið hækkuð lengi, sem hefur svo sem verið í lagi. Þetta á að gefa 53 milljónir. Hver skyldi borga þetta? Fólk sem er að flytja, leigjendur sem eru að skipta um íbúð af því að er búið að segja þeim upp íbúðinni o.s.frv.

Ég vildi bara benda á þetta þannig að hæstv. velferðarstjórn sé meðvituð um hvað hún er að gera.