140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[16:18]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við þingmaðurinn séum nánast sammála um þetta nema hvenær álitið á að koma inn. Ég er þeirrar skoðunar að álit fjárlaganefndar eigi að koma til efnahags- og viðskiptanefndar þegar er búið að gera þær breytingar sem eru alltaf og óhjákvæmilega gerðar fyrir 2. umr. Álit fjárlaganefndar á að vera vottorð fyrir því að ætlun fjárlaganefndar sem birtist í fjárlagafrumvarpinu gangi upp með því sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur gert, og það á að vera fóðrið fyrir 2. umr. Þannig lít ég á málið, hv. þingmaður.