140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[16:22]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað snertir áætlanir fjármálafyrirtækja um að segja upp ódýru vinnuafli í útibúum úti á landi, dettur mér alltaf í hug sú saga sem sögð er af einu fjármálafyrirtæki sem réði dýran ráðgjafa til að aðstoða sig við að ná fram hagræðingu. Ráðgjafinn lagði til að tveimur skúringarkonum yrði sagt upp. Sparnaðurinn af þeim uppsögnum náði varla fyrir launum ráðgjafans.

Ég vil koma að gagnrýni á nefndarálit hv. þingmanns. Gagnrýnin felst í því að í álitinu eru ekki neinar tillögur um skattalækkanir eins og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn lagði til í efnahagsstefnu sinni sem kennd er við plan D. Ég sakna til dæmis breytingartillögu (Forseti hringir.) sem tryggir að fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá fái tryggingagjaldið niðurfellt.