140. löggjafarþing — 36. fundur,  14. des. 2011.

lengd þingfundar.

[15:05]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að það á eftir að ræða töluvert í því máli sem er næst á dagskrá. Að okkar mati þyrfti ekki að vera með lengri fundi ef betur væri haldið á málum í þeim efnum. Við munum hins vegar láta það eftir meiri hlutanum að ákveða hvort hér verði lengri fundur eða ekki, við munum því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.