140. löggjafarþing — 36. fundur,  14. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[22:36]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að gera tilraun til að svara seinni spurningunni sem fram kom í fyrra andsvari hv. þm. Péturs H. Blöndals og hún varðar gegnumstreymiskerfið, að það dugi ekki til þegar ekki fæðast börn. Ég er ekki sammála því að gegnumstreymiskerfið komi á einhvern hátt í veg fyrir barnsfæðingar (Gripið fram í.) en ég spyr bara á móti: Ef raunlaunin hækka eru þá ekki meiri líkur á því að fólk vilji og hafi efni á því að eignast börn? (Gripið fram í: Nei, …) Ég ætla ekki að fara að eiga samræður við hv. þingmann um þetta mál en ég held að það mundi alla vega draga úr landflótta.