140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

refsiaðgerðir ESB vegna makrílveiða Íslendinga.

[11:05]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta eru algjörlega aðgreind mál. Ég skil ekki hvað hv. þingmaður meinar, að við göngum einhver svipugöng þótt við séum í eðlilegu aðildarferli að Evrópusambandinu. Þar gengur allt eðlilega fyrir sig. (Gripið fram í.) Samningaviðræðurnar ganga vel. (Gripið fram í.) Makrílmálið hefur ekkert truflaði þær viðræður enda höfum við alltaf haldið á því fram (Gripið fram í.) og ég síðast í samtölum mínum við Barroso þegar ég hitti hann að þetta væru algjörlega óskyld mál og stóð ég auðvitað á rétti okkar.

Við ræddum makrílmálið í ríkisstjórninni á síðasta fundi og munum fara yfir það. Það verður tekið á því með viðeigandi hætti. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður getur verið alveg viss um það ef beita á okkur einhverjum refsiaðgerðum í því máli. Ég tel eðlilegt að við ræðum fyrst í ríkisstjórninni hvernig við gerum það en ég get fullvissað hv. þingmann um að það verður tekið á þessu máli af mikilli festu ef svo fer að beita á okkur slíku ofríki.