140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Kjarninn í breytingartillögum efnahags- og viðskiptanefndar við tekjuöflunarfrumvarp til 2. umr. er að draga úr sköttum á laun, því að það eru störf sem við þurfum á að halda í landinu, og við aukum heldur álögur á mikinn hagnað í fjármálakerfinu.

Það er sérstök ástæða til að lýsa ánægju með lækkun á tryggingagjaldi eins og hún kom fram í frumvarpinu. Það hækkaði talsvert með auknu atvinnuleysi fyrir nokkrum missirum en nú gefst sem betur fer færi á að byrja á ný að lækka það og verður mikilvægt að ná frekari áföngum í því eftir því sem okkur tekst að vinna á atvinnuleysinu.

Í breytingartillögunum er helst að geta um breytingar á séreignarsparnaðarákvæðunum sem tryggja þar langtímahagsmuni í kerfinu og hækkun á neðri þrepamörkunum í tekjuskatti umfram bæði verðlag neysluvöru og þróun launa sem er mikilvægt fyrir lægstlaunuðu hópana og meðaltekjufólk í landinu.