140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:24]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum eru í hverju málinu á fætur öðru lagðar auknar byrðar á almenning í þessu landi. Tekjumörkin í frumvarpinu leiða til þessarar niðurstöðu. Það sama gerir frumvarpið hvað snertir kolefnisgjald á dísil og bensín, það sama á við um áfengi og tóbak og enn fremur um skattlagningu á séreignarsparnað. Hvert dæmið á fætur öðru sýnir að almenningur í þessu landi mun bera auknar byrðar eftir að þetta mál hefur verið samþykkt af stjórnarmeirihlutanum. Þannig er það og þannig á að tala um þetta mál en ekki beina umræðunni inn á rangar brautir undir þeim formerkjum að skattar séu ekki að hækka á allan almenning í þessu landi. Það er alrangt, það er eina rétta túlkunin á þessu máli.