140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:52]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að setja tímabundinn skatt og rétt áðan vorum við að framlengja annan tímabundinn skatt. Þetta hefur af ástæðu sem komið hefur fram verið kallað aðför að viðbótarlífeyrissparnaðarkerfinu og fannst enginn umsagnaraðili sem mælti með þessu í umfjöllun hv. efnahags- og viðskiptanefndar.

Mikið hefur verið lagt upp úr því að þessar breytingar og þetta fjárlagafrumvarp gangi út á að auka sparnað og fjárfestingu. Ekkert gengur jafnaugljóslega þvert gegn þeim markmiðum og þessar breytingar. Það er ekki hægt að ganga lengra gegn sparnaði og aukinni fjárfestingu í þjóðfélaginu en hæstv. ríkisstjórn gerir hér og hv. stjórnarþingmenn. Eðlilega segjum við nei.