140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[15:03]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Hér er um að ræða sérstakar vaxtaniðurgreiðslur sem er tímabundin aðstoð við skuldug heimili landsins. Lagt er til að sérstakur skattur verði lagður á fjármálafyrirtækin til að standa undir hluta af þeim skatti. Við framsóknarmenn höfum ítrekað sagt að við teljum að það sé svigrúm hjá fjármálafyrirtækjum til að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki. Því greiðum við því atkvæði að fjármálafyrirtækin taki þátt í þessari vaxtaniðurgreiðslu vegna þess að það er svo nauðsynlegt að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki. Þess vegna greiðum við atkvæði með þeirri breytingu sem við ræðum hér.