140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[15:04]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði um 75% hækkun á tóbaksgjaldi á neftóbak sem mun þýða 30% hækkun á útsöluverði neftóbaks. Þetta er skref í rétta átt. Frá aldamótum hefur neftóbaksnotkun aukist þrefalt, úr 10 tonnum í 27 tonn á þessu ári. Aukningin er ekki hjá gömlum körlum til sveita eða hjá körlum á Alþingi Íslendinga, (Gripið fram í: Hvernig veistu það?) heldur hjá ungum drengjum sem taka neftóbakið í vörina — þetta er staðreynd sem rannsóknir hafa leitt í ljós — og sjálfum sér til mikils skaða. [Kliður í þingsal.] Það er þekkt að verðlagning á tóbaki hefur mest áhrif á neyslu á tóbaki hjá ungmennum. Þess vegna er þetta skref í rétta átt. Ég segi já. (Gripið fram í: Viltu banna þetta?)