140. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2011.

fjársýsluskattur.

193. mál
[14:16]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér koma til afgreiðslu tillögur meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um að fallið verði frá hugmyndum um skattlagningu lífeyrissjóðanna í fjársýsluskatti og um að að hálfu verði fallið frá skattlagningu á launagreiðslur í fjármálageiranum. Þess í stað verði mikill hagnaður, yfir milljarði króna, skattlagður sérstaklega. Það er eðlilegt að þær byrðar sem við þurfum að bera eftir hrunið beri þeir sem mest hagnast, að meira leyti en almennt fyrirtæki í fjármálastarfsemi.