140. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2011.

hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

304. mál
[17:40]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Þeir sem fylgdust með og horfðu á umræðurnar í breska þinginu sáu að menn gátu engan veginn metið það þannig að forsætisráðherra Bretlands hafi átt þar í vök að verjast. Öllu heldur var það svo að andstæðingar hans sem mæltu honum í mót áttu mjög erfitt með málflutning sinn vegna þess að breski forsætisráðherrann hafði svo augljóslega staðið með hagsmunum Breta í þessu máli. Bretar eru með pundið og hafa ekki tekið upp evruna. Það er alveg augljóst að þeir áttu ekki að fara inn í allan þennan mekanisma og hann yrði auðvitað að vera fyrir utan stofnanakerfi ESB.

Aftur að því sem við erum að ræða hér. Það er einmitt eins og hv. þingmaður hefur bent á, þetta er um margt keimlíkt. Ég get alveg tekið undir að það er mjög óþægilegt og vont fyrir þingið að vera sett í þessa stöðu á síðustu dögunum fyrir jól að eiga að ræða mál sem snýr að jafngríðarlega miklum fjárhæðum og hér er um að ræða.

Enn og aftur skora ég á hv. þingmann að setja þessar fjárhæðir í samhengi við það sem rætt var (Forseti hringir.) hér í kringum Icesave-málið.