140. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2011.

fólksflutningar og farmflutningar á landi.

192. mál
[22:53]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ekki lengja ræðutímann í þessu máli en ætla aðeins að fá að koma með eina ábendingu í viðbót þótt ég fari ekki endilega fram á að fá svör nema hv. þingmaður telji það mjög brýnt.

Það var aðeins rætt um samkeppni. Samkeppni má í sjálfu sér ekki vera markmið. Ástæðan fyrir samkeppni er til að tryggja lægra verð og betri þjónustu. Það er ekki alltaf hægt svo að ég bendi á afleiðinguna af raforkulögunum sem dæmi þá er engin samkeppni á þeim markaði þrátt fyrir þau lög og ég vil líka benda á nokkur dæmi frá Bandaríkjunum, heilbrigðiskerfið þar er rekið af hinu opinbera í samkeppni, ekki betra verð og dýrasta kerfi í heimi, raforkumarkaðurinn er ekki í góðu ástandi og fangelsisstofnanir voru meira að segja einkavæddar. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)