140. löggjafarþing — 38. fundur,  17. des. 2011.

Landsvirkjun o.fl.

318. mál
[00:16]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Tvær stuttar spurningar: Hyggst hv. þm. Kristján L. Möller flytja aftur tillögu um frestun varðandi aðskilnaðarákvæðið sem snýr að Orkuveitunni?

Tvö: Kæmi til greina að innleiða ákvæðið en setja hreinlega inn viðurlög þannig að eftir því sem lengri tími líður án þess að Orkuveitan geri þetta, fari hún bara að borga okkur? Við þurfum svo sannarlega á pening að halda í ríkissjóð.