140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

sjúkratryggingar.

359. mál
[10:46]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að fresta gildistöku ákvæðis sem mundi ef það tæki gildi leiða af sér aukna rekstrarhagkvæmni í heilbrigðiskerfinu. Þetta er skrýtin forgangsröðun hjá ríkisstjórnarflokkunum og sorglegt að ekki sé sett í forgang að koma í gagnið þessu nýja kerfi sem hefur verið væntanlegt í heilbrigðiskerfi okkar. Það er mjög mikilvægt að farið sé vel með almannafé og ég hélt að það væri eitt af meginmarkmiðum okkar í þessum sal að standa í þeim verkum alla daga og þess vegna er afskaplega furðulegt, frú forseti, að þetta sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni og Alþingi öllu.

Ég mun segja nei við þessu máli.