140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

sjúkratryggingar.

359. mál
[10:47]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Greidd eru atkvæði um frestun á gildistökuákvæði sem varða lög um sjúkratryggingar. Ef því yrði ekki frestað hefði það í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka strax 1. janúar nk. Þessu gildistökuákvæði er nú frestað um tvö ár, m.a. með tilliti til fyrirhugaðs flutnings á málefnum aldraðra yfir til sveitarfélaganna 1. janúar 2013 og eins þess hvað varðar sjúkrastofnanir og sjúkrahús í eigu ríkisins með tilliti til skoðunar, m.a. á þeim árangri sem Sjúkratryggingar Íslands hafa skilað eður ei frá því að þær voru settar á laggirnar 2008.