140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

sjúkratryggingar.

359. mál
[10:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þegar menn ætla að sigla eitthvað eða fara eitthvað er ágætt að hafa stefnu. Þetta frumvarp sem við ræðum sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki stefnu. Það er enn þá verið að skoða hvert á að fara og ég held að það sé mjög skaðlegt. Það er skaðlegt fyrir velferðarkerfið í heild sinni, það er skaðlegt fyrir þá sem nota það og það er skaðlegt fyrir skattgreiðendur.

Ég segi nei.