140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

umboðsmaður skuldara.

360. mál
[10:55]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Nú sjáum við hvað hinar sértæku aðgerðir sem eiginlega engu skila kosta mikið. Ég vil nota þetta tækifæri til að skora á þingheim að endurskoða nálgun þingsins á skuldamál heimilanna. Við þurfum að fara í almennar aðgerðir. Það þýðir ekki að fást við mál hvers heimilis á einstaklingsgrunni, það er ekki hægt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)