140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

umboðsmaður skuldara.

360. mál
[10:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hæstv. forseti gerði athugasemd við það áðan að ég væri með atkvæðaskýringu og talaði um atkvæðagreiðsluna samtímis í einni ræðu. Þess vegna þarf ég að koma aftur hingað og segja að núna er ég að greiða atkvæði, þetta er sem sagt atkvæðaskýring, og ég greiði atkvæði gegn þessu vegna þess að ég er á móti því að lífeyrissjóðirnir taki þátt í þessum stóraukna kostnaði.