140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

opinberir háskólar.

378. mál
[11:20]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vek athygli á því að í þessari atkvæðagreiðslu er verið að fara að greiða atkvæði um að hækka hin svokölluðu innritunargjöld við háskóla landsins um 33%. Það er skref í ranga átt að mínu mati. Hér er verið að auka álögur á stúdenta í landinu. Ég hef talað fyrir því á undangengnum árum og í þessari umræðu að nú séu uppi þeir tímar að það beri að hlífa námsmönnum hvað þetta mál varðar þannig að ég greiði atkvæði gegn því að hin norræna velferðarstjórn auki álögur á stúdenta við Háskóla Íslands með þessum hætti. Öðruvísi mér áður brá miðað við málflutning þessara sömu flokka þegar þeir voru í stjórnarandstöðu fyrr á árum.