140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

opinberir háskólar.

378. mál
[11:26]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég greiði atkvæði með þessu máli. Þetta er eðlileg hækkun í sjálfu sér. Ég er hins vegar á móti þessari aðferðafræði og hvet menntamálanefnd til að fara betur í það mál. Við börðumst gegn þessari hækkun á sínum tíma, bæði vegna þess að hún var stúdentum þung í skauti en ekki síður vegna þess að hún stenst ekki akademíska skoðun. Rektorar urðu afar málglaðir yfir því áliti óbreyttra ómenntaðra þingmanna en það er samt þannig og það er enn þannig jafnvel þó að ekki verði í þessu gert að sinni.

Ég óska hv. þm. Þorgerði K. Gunnarsdóttur til hamingju með að þetta skuli enn þá standa. Þetta var einn af þeim minnisvörðum sem hún skildi eftir í menntamálum þjóðarinnar og sem betur fer fækkar þeim heldur um þessar mundir.