140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[11:40]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við þessa atkvæðagreiðslu er það gildistökuákvæðið sem um ræðir. Hv. þm. Þór Saari fer oft hamförum í ræðustól og kallar þá flokka sem sátu á þingi áður en Hreyfingin kom til flokka pólitískra hrossakaupa. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. (Gripið fram í: Varð hrun?) Samkvæmt atkvæðatöflunni lítur út fyrir að þessi tillaga fái samþykki sem þýðir að þetta ákvæði tekur gildi 1. nóvember 2012. Hv. þm. Þráinn Bertelsson og hv. þm. Þór Saari settu á fyrri stigum málsins skilyrði þegar þeir studdu frumvarp það sem varð að lögum og töldu ófært að samþykkja málið nema ríkisstjórnarfundir yrðu hljóðritaðir. Nú hafa þeir fallið frá þessu prinsippi sínu og gefið ríkisstjórninni heimild að fresta þessu í 11 mánuði. Ég segi: Til hamingju með daginn.