140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[11:42]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Óskað var eftir því að þetta mál gengi til nefndar vegna þess að með ósæmilegum hætti hefði verið reynt að hafa áhrif á afgreiðslu og niðurstöðu nefndarinnar. (Gripið fram í: Nú?) Ég á sæti í þessari hv. nefnd og mótmæli þessum yfirlýsingum, ég mótmæli þessum röksemdum og get ekki stutt að nefndin fari að fjalla um málið þess vegna.